Fara í innihald

Spjall:Dow Jones-vísitalan

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hmm. Bandstrikið var sett af þeirri einföldu ástæðu að það er rangt að mynda nafnlið á þennan hátt. Ef tvö nafnorð í aðalfalli koma fyrir (eins og hér) verða þau því að standa í samsetningu - þ.e. sem eitt orð eða með bandstriki. Bandstrik er eina vitið hér þar sem annað orðið er enskt nafn: Dow Jones. Það er ágætis útskýring á þessu á vísindavefnum ([1]) og það að skrifa þetta án bandstriks er einfaldlega (fremur hvimleið) tilhneiging sem stafar af enskum áhrifum. Það má vel vera að einhvern tíma muni þetta þykja eðlilegt mál í íslensku, en mér vitanlega hefur sú stund ekki enn runnið upp. Dow Jones vísitalan er því málvilla - rétt er að skrifa Dow Jones-vísitalan. --Akigka 13. nóvember 2007 kl. 11:57 (UTC)[svara]

Sem breytir auðvitað ekki því að þetta er prýðileg grein :) . --Akigka 13. nóvember 2007 kl. 12:01 (UTC)[svara]